top of page
Three French Bullgod Puppies

Skapgerðarmat
         Hvolpa

Skapgerðarmat fyrir hvolpa aðstoðar ræktendur við að sjá hvaða persónu hundurinn hefur að geyma og auðveldar valið á nýjum eigendum fyrir hvern hvolp fyrir sig. Í gegnum tíðina hef ég lagt mikla áherslu á að para saman hundategund, hlutverk og síðast eiginleika hvers hvolps fyrir sig við nýja eigendur. Ef þessi atriði eru skoðuð vel eru meiri líkur á að sambúðin gangi upp og ekki komi upp stór vandamál síðar meir á lífstíð hundsins. Þegar skapgerðarmat er framkvæmt fylgir með skýrsla með hverjum hvolpi fyrir sig sem útskýrir hvaða eiginleikar eru sterkir og hverja þarf að styrkja svo að hvolpurinn eigi sem besta möguleika á að takast á við daglegt líf, vera taugasterkur og jákvæður.

 

Í skýrslunni eru einnig leiðbeiningar um hvernig er best að leggja grunninn að þessum atriðum sem leiðir að sama markmiði, að við eignumst góðan hund sem líður vel í þeim verkefnum sem fyrir hann eru lögð. Ég býð einnig upp á fyrirlestur þar sem ég kynni niðurstöðurnar og fer yfir þau atriði sem ég tel mikilvægust í uppeldi á hvolpum. Margir ræktendur hafa nýtt sér þennan fyrirlestur og boðið hvolpakaupendum á þennan fyrirlestur og í kjölfarið hafa líka myndast þjálfunarhópar sem halda hópinn fyrsta árið hjá hvolpunum sem er að mínu mati besta byrjun á lífi hjá öllum hundum !

Hegðunarvandi

Fullorðnir hundar

Skapgerðarmat

Skapgerðarmat fyrir hunda sem glíma við hegðunarvanda er annars eðlis en hefur svipað markmið, þ.e að kanna þá eiginleika sem hundurinn býr yfir hvort heldur sem er lærð hegðun eða meðfædd. Þegar upp koma atvik hjá hundi , þ.e hann veldur skaða, hvort heldur sem er gagnvart öðrum dýrum eða fólki er komið í reglugerðir um hundahald á flestum stöðum á landinu að eigendur geta óskað eftir skapgerðarmati á hundi sínum. Þetta mat á að vera framkvæmt eingöngu af fagfólki í atferli og hegðun hunda. Skapgerðarmat á atvikum sem þessum er ekki einfalt og getur verið varasamt ef hegðun hunds er komin á það stig. Ég legg því mikla áherslu á að fólk vandi vel til verka óski það eftir skapgerðarmati fyrir hund sinn.

 

Framkvæmdin sjálf er breytileg, fer eftir atviki og alvarleika þess. Matið fer fram á hlutlausum stað og viðstaddir matið eru eingöngu þeir aðilar sem þess þurfa.

Þegar matinu er lokið fær eigandi skýrslu um niðurstöðu matsins. Ef um lögreglumál er að ræða fer eftir atvikum hverju sinni hvert skýrslan er send eða til hvaða aðila. Ég hvet fólk eindregið til þess að leita til mín ef upp kemur atvik sem þarfnast frekari skoðunar. Ég hef framkvæmt skapgerðarmat sem þessi frá árinu 2015 og hef aðstoðað eigendur og komið að málum sem voru á hendi sveitarfélaga og lögreglu.

bottom of page