Mygluleit
About
Hérna eru nokkrar algengar spurningar um Hanza og leit að myglu í húsum
Hættur ?
Reynsla af leitarhundum sem þessum í Evrópu er sú að þetta hefur ekki áhrif á heilsu þeirra eða velferð ti lengri tíma. Það er þó enginn afsláttur gefinn af heilsu hans og vellíðan og alltaf er vel fylgst með honum hvort heldur sem er í þessu eða öðru líkamlegu í þjálfun hans. Mesta hættan hjá vinnuhundum sem þessum er eyðing á tannglerungi vegna leikfanga og kröftugs leiks ( togast á ) og hefur hann þurft að fá aðhlynningu vegna þess. Önnur algeng vandamál hjá hundum sem hafa miklar hvatir, mikinn kraft og snerpu er að þau slasi sig við leik en Hanzi hefur sem betur fer sloppið við það ennþá.
Mygla í þaki ?
Getur hann fundið og merkt á myglu í þaki ? Stutta svarið er já. Langa svarið er að vissulega er erfiðara fyrir hann að komast að rót myglunnar ef hún er í þaki á húsum. Þar reynir á stjórnanda hundsins að lesa í líkamstjáningu hans og vinna út frá þeim merkjum og vísbendingum. En það hefur áður komið fyrir að hann leitaði mikið upp á við með nefið og enduðum við á að klifra upp á háaloft þar sem hann fann rót vandans sem var leki í þaki út frá gömlum stromp sem ill hafði verið gengið frá.