top of page

Þjálfun

Hundaþjálfun er mjög lifandi starfsheiti og í minni þjálfun legg ég mikla áherslu á að nálgast einstaklinginn eins og hann er. Ein aðferð hentar ekki öllum, Það mikilvægasta sem við gerum er að hafa þekkingu á tegundinni, og kynnast svo einstaklingnum til þess að hægt sé að mæta honum á sem  bestann hátt til þess að ná fram árangri í þjálfun. Þetta á við um alla hunda óháð aldri, tegund, kyni eða því hlutverki sem hundinum er ætlað.

Markmið minnar þjálfunar er að nemendur öðlist þekkingu á því hvernig hundar læra svo að þeir geti sjálfir byggt upp sinn hund að því markmiði að á milli þeirra byggist upp gagnkvæm virðing, samvinna og traust. 

Fyrir alla hunda !
17841796663063411_edited.jpg

Einkatímar

Við bjóðum upp á einkatíma fyrir hvern þann sem kýs það fram yfir námskeið. Einkatímar eru sniðnir að bæði eiganda og hundi. Einkatímar eru frábær leið til þess að ná fram þínum markmiðum í þeim verkefnum eða áhugamálum sem þú vilt leggja áherslu á. Þetta geta verið tímar til þess að auka færni í hlýðni, smölun, veiði svo dæmi séu tekin.

A Puppy Playing with a Toy
Pink Cream

Mánaðarþjálfun

Við bjóðum upp á mánaðarþjálfun fyrir alla hunda. Þetta á ekki bara við um hunda sem glíma við hegðunarvandamál heldur líka fyrir þá sem vilja hunda fyrir þjónustu eða aðra vinnu sem eigandinn óskar eftir. Ég ásamt starfsfólki mínu tökum fagnandi á móti öllum fyrirspurnum.

Námskeið

Námskeið eru haldin reglulega. Þau verða auglýst hér, á facebook síðu Allirhundar og instagram Jóhönnu - johanna1103.

bottom of page